Hvernig gerist ég félagi?
Allir sem samið hafa lag eða texta við lag sem hefur verið flutt opinberlega geta orðið félagar í FTT, svo framarlega sem þeir hafa falið STEFi umboð sitt.
Að uppfylltum þessum skilyrðum sækir þú um aðild með því að senda tölvupóst á framkvæmdastjóra, jon@ftt.is og afrit á info@stef.is.
Í umsókninni þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Sími:
Netfang:
Félagsgjöld eru dregin af höfundatekjum hjá STEFi; 15.000 kr. á ári fyrir aðalfélaga og 10.000 kr. fyrir almenna félaga. Aðalfélagar þurfa að hafa fengið að lágmarki 120.000. kr. í stefgjöld fyrir síðustu þrjú ár.
Samþykktir félagssins segja til um skiptingu í aðalfélaga og almenna félaga:
4. grein
Félagsmenn skiptast í aðalfélaga og almenna félaga. Þeir einir geta orðið aðalfélagar sem njóta umtalsverðra tekna af flutningi verka sinna. Almennir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum, eru kjörgengir í nefndir á vegum félagsins og hafa kosningarétt um önnur mál en stjórnarkjör og breytingar á samþykktum.
Aðalfundur félagsins ákveður við hvaða tekjumörk skal miða til þess að greina á milli aðalfélaga og félaga samkvæmt tillögu stjórnar. Skal miðað við að því sem næst helmingur félagsmanna sé í flokki aðalfélaga.
Fari höfundatekjur aðalfélaga undir lágmarkshöfundatekjur þrjú ár í röð verður hann almennur félagi og hefur réttindi sem slíkur.
Félagsmenn sem hafa verið í félaginu í tíu ár eða lengur og náð hafa 65 ára aldri skulu hafa full réttindi aðalfélaga, án tillits til tekna og vera undanskildir félagsgjöldum. Sama gildir um heiðursfélaga FTT.