┌thlutanir STEFs frß NCB

Úthlutanir frá NCB koma tvisvar á ári og eru sendar áfram eftir að unnið hefur verið úr gögnum NCB á skrifstofu STEFs. Greiðslur fyrir sölu á hljóðritum á fyrri hluta árs (janúar-júní) eru sendar rétthöfum í byrjun janúar, um það bil fjórum vikun eftir að aðalúthlutun STEFs hefur verið send í desember, en greiðslur fyrir sölu á hljóðritum seinni hluta ársins (júlí-desember) eru venjulega sendar út fyrstu vikuna í júlí árið eftir. Ræðst þetta af uppgjörstímabili útgefenda með fastan samning sem gera upp fyrir seld eintök.

Með einfaldri skilagrein STEFs, sem fyrst og fremst er ætlað að koma greiðslunni inn í tölvukerfi samtakanna og þaðan á launamiða í janúar, er send ítarleg skilagrein frá NCB. Á skilagreininni má sjá fyrir hvaða verk er verið að greiða og er TITILL LAGSINS skrifaður með hástöfum. Þar fyrir neðan má lesa nafn þess hljóðrits eða þeirra hljóðrita þar sem verkið er að finna og er það skrifað með venjulegum lágstöfum, en þó með stórum upphafsstaf. Þar fyrir aftan kemur nafn útgefandans, skráningarnúmer hljóðritsins, verðið sem útgefandinn gaf upp, fjöldi seldra eintaka á tímabilinu o.s.frv. Eignarhlutur höfundar í verkinu kemur einnig fram á skilagreininni, t.d. 100% ef höfundur á bæði lag og texta, 66,7% ef hann á 8/12 (t.d. lagið); 33,3% ef hann á 4/12 (t.d. textann) o.s.frv. Ýtarlegar skýringar á skilagreinum ncb eru sendar út með greiðslunum og eru þær á bakhlið fylgibréfsins frá STEFi.

Ekki er greitt jafnmikið fyrir öll lög á sama hljóðriti, heldur fer greiðslan eftir því hvað verkið er langt. Er þá reiknað hlutfall lagsins miðað við heildartímann. Þetta hlutfall kemur fram á skilagreininni sem prósentutala: hlutdeild í hljóðriti. Meira fæst greitt fyrir langt lag en stutt.

Í bréfi sem fylgir skilagreinunum eru rétthafar kvattir til að fara yfir skilagreinar sínar og koma athugasemdum og kvörtunum á framfæri við STEF. Í bréfinu er tekið fram hvenær kærufrestur rennur út það sinnið. Kærufrestur miðast við að hægt sé að koma við leiðréttingu fyrir næstu úthlutun. Berist kæra seinna er hún eftir sem áður tekin til greina, en leiðréttist e.t.v. ekki fyrr en í þarnæstu úthlutun.