Taxti fyrir tˇnsmÝ­ar

Leiðbeiningar um útreikning á greiðslum til tónskálda

Gildir frá 1. september 2018

Endurskoðað árlega

Ábyrgðaraðilar: Tónverkamiðstöð, Tónskáldafélag Íslands, Félag tónskálda- og textahöfunda

Þessum viðmiðunarreglum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir tónskáld, listræna stjórnendur, flytjendur, umsækjendur og aðra sem panta tónverk, við útreikninga á sanngjarnri þóknun.

Allar tölur eru leiðbeinandi. Tímalengdir og flokkar sem gefnir eru upp eru aðeins dæmi, ekki reglur.

Öll dæmin eru hugsuð út frá mánaðarlaunum til að auðvelda hlutaðeigandi aðilum að bera vinnu tónskálda saman við vinnu annarra í samfélaginu. Við mat á hversu langan tíma tekur að semja tónverk, er miðað við staðla frá Sænska tónskáldafélaginu, Föreningen Svenska Tonsättare. Staðallinn var settur fram eftir rannsókn sem sænska félagið stóð fyrir og má lesa um hana hér: En minuts musik eller en timmes arbete.

Auðvelt er að reikna launin út frá töflunni sem sjá má hér á næstu síðu, en hún sýnir hversu langan tíma tekur að semja tónverk út frá gefnum forsendum. Leggja þarf 19.12% álag á launin til að gera ráð fyrir launatengdum gjöldum.

Talan sem hér er mælt með að verði nýtt sem viðmið er fengin úr kjarakönnun VR og miðað við meðal grunnlaun meðlima VR, sem er 622.000,- á mánuði, en taka þarf tillit til starfsferils tónskáldsins. Vinsamlegast athugið að lágmarkslaun árið 2018 eru 300.000 á mánuði og er hér eindregið mælst til þess að alls ekki sé farið undir þá tölu.

Dæmi, 10 mínútna yfirgripsmikið hljómsveitarverk m.v. meðal grunnlaun meðlima VR:

Flokkur: E

Lengd: 10 mínútur

Vinnutími: 2,5 mánuður

Laun: 622.000 + 19,12% launatengd gjöld

Samtals á mánuði: 740.926

Samtals greiðsla fyrir tónverk: 2,5 * 740.926 = 1.852.315 krónur

Sama dæmi miðað við lágmarkslaun:

Flokkur: E

Lengd: 10 mínútur

Vinnutími: 2,5 mánuður

Laun: 300.000 + 19,12% launatengd gjöld

Samtals á mánuði: 357.360

Samtals greiðsla fyrir tónverk: 2,5 * 357.360 = 893.400 krónur

-----

 

1 Reiknaðu launin. Heimasíða VR 25.06.2018 http://www.vr.is/kannanir/launakonnun-2018/reiknadu-launin/
2 Laun. Heimasíða VR 25.06.2018 https://www.vr.is/kjaramal/laun/ 

-----