Tˇnlistarsjˇ­ur menntamßlarß­uneytisins

Um sjóðinn
Tónlistarsjóður er helsta aðkoma Íslenska ríkisins að styrkjum til tónlistartengdrar
starfsemi. Honum er ætlað að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á henni og
því tónlistarfólki er hana skapar. Til þess hefur hann úr um fimmtíu milljón krónum
að spila árlega.  
 
Sjóðurinn veitir styrki til ákveðinna verkefna, að jafnaði ekki lengur en til eins árs í
senn. Hann styrkir bæði almenna tónlistarstarfsemi (tónlistaflutning, hátíðir, upptökur,
rannsóknir o.s.frv) sem og markaðssetningar- og kynningarverkefni tónlistarmanna
innan lands sem erlendis. Tónlistarsjóð er ekki ætlað að fjármagna verkefni til fulls.
 
Umsóknarfrestur
Úr Tónlistarsjóði er úthlutað tvisvar á ári. Umsóknarfrestur er jafnan í nóvember og
maí, en er nánar auglýstur í prentmiðlum og á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins.  
 
Skilyrði
„Við mat á umsóknum er m.a. tekið tillit til listræns gildis og mikilvægis verkefnis
fyrir almenna tónlistarstarfsemi og eflingu íslenskrar tónlistar, gildi og mikilvægis
verkefnis fyrir kynningu og markaðssetningu íslenskrar tónlistar, starfsferils, faglegs
og/eða listræns bakgrunns umsækjanda og fjárhagsgrundvallar verkefnisins.“
 
Ef umsókn er rangt útfyllt, eða berst eftir að umsóknarfrestur rennur út, er hún ekki
tekin til skoðunar. Yfirleitt eru ekki veittir styrkir til rekstrar- eða launakostnaðar. 
 
Skili styrkþegi ekki lokaskýrslu vegna verkefnis munu frekari umsóknir frá honum í
sjóðinn ekki teknar til skoðunar. 
 
Nánari upplýsingar
http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-
eydublod/menningarmal/nr/2956
postur@mrn.stjr.is - sími 545-9500

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX