ReykjavÝk Loftbr˙ - Fer­astyrkur

Á stjórnarfundi Reykjavíkur Loftbrú á 16. febrúar síðastliðinn loftbru2009voru reglur sjóðsins endurskoðaðar.

Hér má sjá endurskoðaðar reglurnar í heild sinni en að gefnu tilefni finnst mér rétt að benda sérstaklega á ný umsóknareyðublöð sem að taka gildi frá og með deginum í dag(8.feb. 2009).

 

Nýju umsóknareyðublöðin eru fáanleg hér á síðunni(smelltu á myndirnar af eyðublöðunum hér til hliðar og þá færðu pdf. skjal). Um er að ræða eyðublað fyrir Loftbrú annars vegar og annað eyðublað sem þarf að fylgja með vegna hugsanlegrar yfirvigtar.

 

 

Endurskoðaðar reglur um Reykjavík - Loftbrú

 

1. gr. Um sjóðinn

Reykjavík Loftbrú er sjóður stofnaður til að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki, höfundum og útgefendum sem vilja hasla sér völl á erlendri grundu og kynna um leið Reykjavík, land og þjóð. Í stofnun sjóðsins felst viðurkenning á hlut tónlistar og lista í kynningu á Reykjavík sem nútímalegrar menningarborgar og  spennandi viðkomustaðar ferðamanna. Styrkir skulu renna til greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt nánari skilgreiningu.

2. gr. Samningsaðilar og framlögyfirvigt

Aðilar sjóðsins eru Icelandair, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH) og Reykjavíkurborg.

Samtök tónlistarmanna  (STEF og FÍH) skuldbinda sig til að leggja sjóðnum árlega til kr. 3 milljónir.
Samband flytjenda- og hljómplötuframleiðenda (SFH) skuldbindur sig til að leggja sjóðnum árlega til kr. 1 milljón.
Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að leggja sjóðnum til árlega kr. 2,5 milljónir.
Icelandair skuldbindur sig til að láta sjóðinn njóta sérstakra afsláttarkjara af fargjöldum á öllum leiðum félagsins að jafnvirði 6.5 milljóna króna á ári, samkvæmt sérstöku samkomulagi sem lagt skal fram til samþykkis stjórnar.
Jafnframt veitir Icelandair hverjum styrktum einstaklingi heimild fyrir að yfirvigt að hámarki 50 kg. en hvert styrkt verkefni heimild fyrir yfirvigt að hámarki 250 kg.

3. gr. Sjóðsstjórn og úthlutunarnefnd

Í stjórn sjóðsins skulu sitja tveir fulltrúar tónlistarmanna tilnefndir af STEF/FÍH, einn fulltrúi útgefenda, tilnefndur af SFH, tveir fulltrúar tilnefndir af Icelandair og einn fulltrúi Reykjavíkurborgar tilnefndur af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykjavíkurborgar skal jafnframt vera formaður.
        Hæfisreglur sveitarstjórnarlaga gilda um stjórnarmenn Reykjavík Loftbrúar. Sjóðsstjórn er heimilt að fela þriggja manna úthlutunarnefnd á sínum vegum að afgreiða styrkumsóknir enda séu öll skilyrði styrkveitinga uppfyllt samkvæmt reglum sem sjóðsstjórn setur. Úthlutunarnefnd skal funda mánaðarlega að því undanskyldu að heimilt er að fella niður fund í júlímánuði.

Jafnframt er sjóðsstjórn heimilt að skipa einn eða fleiri faghópa til að meta umsóknir eða leita ráðgjafar um einstakar styrkveitingar eftir því sem þurfa þykir.

4. gr. Störf stjórnar

Sjóðstjórn setur nánari reglur um úthlutun styrkja. Sjóðsstjórn kemur saman reglulega og eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Að öðru leyti eftir þörfum samkvæmt ákvörðun formanns, beiðni meirihluta stjórnar eða nánara samkomulagi. Umsóknum sem falla utan meginreglna skal úthlutunarnefnd vísa til ákvörðunar stjórnar.
       

5. gr. Skilyrði styrkveitinga

Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um skilyrði styrkveitinga og úthlutun styrkja. Í skilyrðum skal m.a. kveðið á um hvaða gögn þurfi að liggja fyrir til að styrkveiting geti átt sér stað.  Jafnframt skal kveðið á um hvernig og hversu oft á ári úthlutað er úr sjóðnum.  Reglur sjóðsins skulu vera aðgengilegar á heimasíðum allra stofnenda sjóðsins.

Til að geta hlotið styrk úr sjóðnum þurfa umsækjendur að leggja fram gögn til staðfestingar því að fyrir dyrum standi tónleikaröð, tónleikahald, framkoma í fjölmiðlum eða annað sem telst hluti af kynningu eða markaðssókn erlendis og sjóðstjórn metur styrkhæft.   
       

6. gr. Skuldbindingar styrkþega

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðnum samkvæmt sérstökum samningi. Hann skal meðal annars fela í sér skuldbindingu um að gera sjóðsstjórn grein fyrir umfjöllun og kynningu í erlendum fjölmiðlum í kjölfar styrkveitingarinnar. Þá skulu styrkþegar skila stuttri greinargerð um notkun styrksins samkvæmt nánari leiðbeiningum og geta um hann í prentefni næsta hljóðrits sem styrkþegi sendir frá sér.

Fari styrkveiting yfir tiltekna fjárhæð sem sjóðsstjórn ákveður skal í samningi kveða á um skuldbindingu styrkþega til að koma fram á vegum Loftbrúar Reykjavík á tónleikum eða viðburði skipulögðum í samráði við sjóðsstjórn á eins árs tímabili frá mótttöku styrks.  Skal gerð nánari grein fyrir slíku samkomulagi í samningi.

Tónlistarfólki sem ferðast á vegum Reykjavíkur Loftbrúar stendur til boða að birta verk sín (myndbönd, tónlist, kvikmyndir o.þ.h.) og koma sér á framfæri með aðstoð Icelandair í gegnum afþreyingarkerfi um borð í flugvélum félagsins. Um nánari útfærslu og skilyrði er vísað til samkomulags á milli áhugasamra styrkþega og Icelandair, sem áskilur sér rétt til að velja og hafna framboðnu efni.


7. gr. Starfstími, varðveisla og rekstur

Aðilar samningsins skuldbinda sig til að framlengja starfstíma sjóðsins út árið 2009. Stefnt er að því að kanna forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi sjóðsins eigi síðar en í nóvember 2009.
        
Sjóðurinn skal vistaður hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar sem varðveitir jafnframt gerðarbók hans og gögn. Laun stjórnarmanna skulu taka mið af sambærilegum stjórnarlaunum á vettvangi Reykjavíkurborgar. Rekstur sjóðsins skal greiddur af eigin fé samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.   

Reykjavík, 16. febrúar 2009

 

 

Skilyrði um styrkveitingar Reykjavíkur Loftbrúar

 

1. gr.
Grunnskilyrði og staðfestingar


Hlutverk Reykjavíkur Loftbrúar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk, höfunda/tónskáld og útgefendur. Sjóðurinn styrkir fyrst og fremst flutning og kynningu á íslenskri, tónlist með veitingu gjafabréfa vegna flugferða á áfangastaði Icelandair.

Skilyrði styrkveitinga frá Reykjavík Loftbrú er að styrkþegar uppfylli tvö eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

Hafi komið fram opinberlega á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves,  Jazzhátíð í Reykjavík, Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykjavík og/eða sambærilegum vettvangi sem tengja má stofnaðilum Loftbrúar.
Hafi gefið út efni með eigin verkum og/eða flutningi.
Geti lagt fram gögn um verkefni á erlendri grundu sem að samdóma mati úthlutunarnefndar er talið geta styrkt ímynd Íslands og Reykjavíkur sem uppsprettu framsækinnar menningar og öflugs tónlistarlífs.

Umsækjendur þurfa að leggja fram vönduð gögn sem með óyggjandi hætti staðfesta eitthvað af eftirfarandi:

Fyrirhugað tónleikahald eða aðra framkomu tengda fjölmiðlum og kynningarviðburðum á erlendum vettvangi.
Raunhæfa möguleika á útgáfu- eða dreifingarsamningi sem styrkveiting geti stuðlað að.
Staðfesting skal vera skrifleg og undirrituð frá einhverjum eftirfarandi: tónleikahaldara, skipuleggjenda, framleiðanda eða hljómplötufyrirtæki og skal fylgja með umsókn.

Reykjavík Loftbrú skuldbindur sig til að fara með öll gögn tengd umsóknum sem fyllsta trúnaðarmál.

2. gr.
Styrkþegar og fjöldi styrkveitinga


Að jafnaði skulu styrkþegar að hámarki njóta annars tveggja: fyrirgreiðslu Reykjavíkur Loftbrúar að hámarki í þrjú ár samfellt eða fá að hámarki sex úthlutanir á hverju þriggja ára tímabili. Að jafnaði skal hver umsækjandi aðeins geta sótt um styrk til þriggja verkefna á hverju einstöku starfsári sjóðsins.

Ferðastyrkur í formi gjafabréfs takmarkast við flytjendur, höfunda og að hámarki einn aðstoðarmann vegna viðburðar.

Hámarks fjöldi fyrir hvert verkefni er 10 gjafabréf  fram og til baka.

Styrkhæfni útgefenda skal miðast við þátttöku í sýningum og/eða viðburðum þar sem útgáfa er kynnt og eiga þeir  kost á úthlutun að hámarki 2 gjafabréfum til 2 verkefna á hverju starfsári . Að öðru leyti gilda sömu skilyrði um staðfestingar, greinargerðir og samninga og um tónlistarmenn og höfunda.

Að öllu jöfnu skulu félagar í FÍH, STEF og SFH ganga fyrir við úthlutanir.

Sjóðsstjórn og/eða úthlutunarnefnd er heimilt að veita undanþágu frá þessum ákvæðum liggi sterkar röksemdir að baki.

3. gr.
Takmarkanir á styrkveitingum


Sjóðurinn styrkir ekki ferðir sem skipulagðar eru og styrktar verulega af opinberum aðilum einstökum fyrirtækjum eða félögum öðrum en þeim er standa að Reykjavik Loftbrú.

Sjóðurinn styrkir ekki ferðir á fundi, þátttöku í ráðstefnum, upptökur og ferðir sem ekki innifela flutning á lifandi tónlist – sjá þó 2. grein .iv.

Stuðningur Reykjavíkur Loftbrúar er einvörðungu í formi gjafabréfa sem ganga upp í kostnað vegna kaupa á flugmiðum á áætlunarstaði Icelandair og heimild til yfirvigtar allt að 50 kg. á hvern einstakan styrkþega – eða 250 kg. að hámarki á verkefni. Sækja skal sérstaklega um heimild fyrir yfirvigt á síðunni:........og fá staðfestingu áður en ferðin hefst. Ferðin skal hefjast á Íslandi.

Styrkþegar bera sjálfir kostnað af hugsanlegri uppfærslu miða og flugvallarsköttum.

Reykjavík Loftbrú hvetur umsækjendur til að nýta styrki sjóðsins eins vel og mögulegt er. Að jafnaði eru stakir tónleikar eða viðburðir ekki styrktir nema hægt sé að sýna fram á að verkefnið hafi verulega þýðingu fyrir viðkomandi umsækjanda og íslenskt tónlistar- og menningarlíf.

Úthlutunarnefnd er óheimilt að taka til umfjöllunar umsóknir frá fyrri styrkhöfum sjóðsins sem ekki hafa uppfyllt ákvæði í samningi, s.s. skil á viðunandi greinargerð og tilvísun til stuðnings Loftbrúar á útgefnu efni og annars staðar þar sem því verður við komið.

Dragist ferðaáætlun styrkþega óhóflega eða breytist aðstæður þannig að forsendur styrkveitingar bresta er úthlutunarnefnd heimilt að afturkalla veitta styrki.  Við hvers kyns vanefndir á skuldbindingum styrkþega við sjóðinn getur úthlutunarnefnd einnig afturkallað styrki.

4. gr
Umsóknir og skilafrestir


Umsóknir skulu berast fyrir 20. hvers mánaðar og skal brottfarardagur vera að lágmarki 3 vikum eftir þá dagsetningu. Styrkþegar fá staðfestingu á úthlutun, sem gildir í 45 daga frá útgáfu. Hafi styrkþegi ekki gengið frá bókun og greiðslu farseðla innan þess tíma fellur úthlutunin niður. Gjafabréfin heimila að ferðast sé innan 12 mánuði frá útgáfudegi bréfs..

Umsóknir skulu innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu, upplýsingar um kennitölur og nákvæmt hlutverk hvers og eins í verkefninu.

Sjóðsstjórn og úthlutunarnefnd er leyfilegt að gefa vilyrði fyrir styrk án þess að fyrir liggi allar skriflegar staðfestingar enda verði styrkurinn ekki greiddur út nema fyrir liggi gögn, sbr. 1.gr. stofnskrár staðfest af fulltrúum sjóðsins.

5.gr
Fyrirkomulag afgreiðslu og samningar


Komi til styrkveitingar skulu styrkþegar skrifa undir samning við Reykjavík Loftbrú.

Styrkþegi skal undirrita samning við móttöku gjafabréfs og skuldbinda sig til að skila greinargerð um verkefnið og skal hún berast í síðasta lagi mánuði frá heimkomu.
Óheimilt er að úthluta umsækjanda hafi skilyrði samnings ekki verið uppfyllt.

 

Samþykkt af stjórn Reykjavík - Loftbrúar 16. jan. 2009

 

 

Gjafabréf
Icelandair mun gefa út gjafabréf annars vegar að fjárhæð 36.000 kr. og miðast þau við áfangastaði í Evrópu - hins vegar að fjárhæð 46.000 kr. og miðast þau við áfangastaði í Bandaríkunum og Kanada. Reykjavík Loftbrú kaupir umrædd gjafabréf af Icelandair með 50% afslætti.

Bókun á ferð með gjafabréfi skal vera 45 dagar frá útgáfudegi, sem miðast við dagsetningu undirritunar samnings styrkþega við Reykjavík Loftbrú. Ferðatímabil og gildistími gjafabréfanna er að öðru leyti 12 mánuðir. Sé ferð ekki bókuð innan 45 daga frá útgáfu fyrnist gjafabréfið og en kostnaður Reykjavíkur Loftbrúar vegna þess er óendurkræfur.

Um gjafabréfin gilda sömu reglur og um almenn fargjöld. Styrkþegar munu greiða breytingargjald ef dagsetningum er breytt og uppfærslu á milli fargjaldaflokka reynist það nauðsynlegt.

Icelandair skal útbúa upplýsingablað um öll skilyrði tengd gjafabréfum.
Icelandair mun afhenda umsjónarmanni á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar gjafabréf sem munu nýtast frá og með úthutun í febrúar 2009.

Yfirvigt

Hverjum styrkþega er heimilt að hafa með sér allt að 50 kg yfirvigt. Heimild vegna yfirvigtar er að hámarki 250 kg. fyrir hvert styrkt verkefni.

Styrkþegar skulu sækja sérstaklega um heimild fyrir yfirvigt á vefsíðu Icelandair. Icelandair mun útbúa upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir vegna yfirvigtar og skulu þær fylgja með gjafabréfi og samningi þegar styrkur er afgreiddur.

Endurskoðun skilyrða
Fyrirkomulagið verður endurskoðað að sex mánuðum liðnum með mögulegar breytingar í huga og skal þá Icelandair leggja fram yfirlit um það hvernig heimildir hafi verið nýttar og verkefnisstjórn meta hver reynsla styrkþega er að nýju fyrirkomulagi.