Hvernig gerist Úg fÚlagi?

Samkvæmt 3. greins samþykkta félagsins geta allir þeir sem samið hafa tónverk og/eða texta við tónverk, hafi verkið verið flutt opinberlega orðið félagsmenn í FTT, ef hafi þeir veitt Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFi) umboð sitt.

Félagsmönnum er skipt í tvo hópa eftir tekjum; félaga og aðalfélaga.

Samþykktir félagssins segja um það:
4. grein
Félagsmenn skiptast í aðalfélaga og almenna félaga. Þeir einir geta orðið aðalfélagar sem njóta umtalsverðra tekna af flutningi verka sinna. Almennir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum, eru kjörgengir í nefndir á vegum félagsins og hafa kosningarétt um önnur mál en stjórnarkjör og breytingar á samþykktum. 
Aðalfundur félagsins ákveður við hvaða tekjumörk skal miða til þess að greina á milli aðalfélaga og félaga samkvæmt tillögu stjórnar. Skal miðað við að því sem næst helmingur félagsmanna sé í flokki aðalfélaga.
Fari höfundatekjur aðalfélaga undir lágmarkshöfundatekjur þrjú ár í röð verður hann almennur félagi og hefur réttindi sem slíkur. 
Félagsmenn sem hafa verið í félaginu í tíu ár eða lengur og náð hafa 65 ára aldri skulu hafa full réttindi aðalfélaga, án tillits til tekna og vera undanskildir félagsgjöldum.
Sama gildir um heiðursfélaga FTT.

Þegar sótt er um í FTT er það gert þannig að þú ferð í „Hafa samband“ og sendir tölvupóst á framkvæmdastjóra þar sem þú óskar eftir inntöku í félagið eða sendir beint á Jón Ólafsson, framkvæmdastjóra FTT, jon@ftt.is.

Í umsókninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Bær:
Heimasími:
Vinnusími:
GSM:
Email:
Heimasíða: (Ef til)


Einnig þarf umsækandi að gera grein fyrir verkum sínum og athöfnum á sviði tónlistar í stuttu máli, s.s. hvaða plötur hann hefur gert eða komið að öðrum verkum, í hvaða hljómsveitum hann hefur starfað og.sv.fr.v

Umsóknin er svo borin undir stjórn FTT, þar sem farið er yfir umsóknir og metið hvort umsækjandi mæti þeim kröfum sem samþykktirnar segja til um.

Félagsgjöld fyrir árið 2014 eru kr. 10.000 fyrir aðalfélaga og 6.000 kr.- fyrir félaga. Tekjumörk sem greina á milli aðal- og aukafélaga eru 120.000. kr.-