News in english

Upplřsingar um h÷funda komnar ß Spotify

Spotify hefur loks látið undan og nú er hægt að fá upplýsingar um höfunda laganna hjá þessari vinsælu tónlistarveitu. Það þarf einfaldlega að hægrismella á titil lagsins og þá kemur upp valgluggi. Veljið "show credits" og þá kemur sannleikurinn í ljós.

https://news.spotify.com/us/2018/02/02/spotify-launches-new-songwriter-credits-feature/

Gle­ileg jˇl!

Félag tónskálda og textahöfunda óskar félagsmönnum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Dagur Ýslenskrar tˇnlistar 7.des

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 7. desember. Við fögnum þessum sameiginlega fjársjóði okkar, tónlistinni, og eru útvarpsstöðvar hvattar til að leika einvörðungu íslenska tónlist þennan dag.

Klukkan 11 verður að venju útvarpað frá Hörpu þremur íslenskum lögum sem þjóðin syngur saman. Eru allir hvattir til að gera hlé á námi, vinnu eða annarri iðju og syngja með.

Lögin sem þjóðin syngur í ár eru:

Líttu sérhvert sólarlag (höf. Bragi Valdimar Skúlason)

Ef engill ég væri með vængi (höf lags Ellen Kristjánsdóttir, höf. texta Elín Eiríksdóttir)

Gefðu allt sem þú átt (höf. lags Jón Jónsson, höf. texta Einar Lövdahl)

Það er magnaður sameiningarmáttur í því að syngja saman. Textar laganna í ár vekja okkur til umhugsunar, umvefja okkur og hvetja til dáða.

Upplýsingar, myndbönd, texta, nótur og hljóma laganna sem sungin verða í ár, má finna á facebook síðu viðburðarins "Dagur íslenskrar tónlistar"

https://www.facebook.com/syngjumsaman/?fref=ts

Flytjendur laganna í útvarpsútsendingunni verða:
Líttu sérhvert sólarlag:
Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson
Ef engill ég væri með vængi:
Elín Eyþórsdóttir
Gefðu allt sem þú átt:
Jón Jónsson

 

Lei­beiningar

Nýr valrönd er komin hér efst á síðuna sem kallast Leiðbeiningar. Undir henni má m.a. finna upplýsingar um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist og hvernig skrá skal tónlist hjá tónlistarveitum á borð við youtube og spotify.