News in english

Af ađalfundi 2016

 

Aðalfundur FTT fór fram í Hannesarholti, laugardaginn 30.apríl s.l. Formaður félagsins, Jakob Frímann Magnússon, flutti skýrslu stjórnar auk þess sem ársreikningar voru lagðir fram auk hefðbundinna aðalfundastarfa.  Hafdís Huld Þrastardóttur hverfur nú á braut úr Stjórn FTT en í hennar stað kemur Sóley Stefánsdóttir.  Bragi Valdimar Skúlason gaf kost á sér til áframhaldandi setu varaformanns en aðrir stjórnarmenn sitja sem fastast fram á næsta ár.

 

Ađalfundur 30.apríl


Aðalfundur FTT verður haldinn laugardaginn 30.apríl að Hannesarholti við Grundarstíg og hefst hann kl.14.00

Hefðbundin aðalfundarstörf sem innibera m.a:

Ársskýrslu, ársreikninga,stjórnarkjör  og önnur mál .

Kaffi og kleinur á kantinum.

Mætum keik og hvergi smeyk!

 

Stjórn 
og framkvæmdastjóri FTT

 

Tónskáldasjóđur Rásar 2

Þeir sem hyggjast sækja um í Tónskáldasjóð Rásar 2 sendi inn umsóknir fyrir miðnætti 28.apríl. Umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum merktar:

Tónskáldasjóði Rásar 2 c/o STEF,
Laufásvegi 40, 101 Reykjavík.

Sjóðurinn hefur það hlutverk að efla frumsköpun, útgáfu og flutning á nýrri íslenskri tónlist og textum. Styrkir úr sjóðnum skulu veittir tónskáldum/textahöfundum til nýsköpunar og hvers kyns verkefna á sviði hryntónlistar.

Eyðublöðin er að finna á heimasíðu STEFs.

http://www.stef.is/retthafar/styrkir/2011/03/03/nr/118

 

Björgvin Valdimarsson sextugur

Okkar ágæti félagi, Björgvin Þ. Valdimarsson, fagnaði sextugsafmæli sínu í gær. Hann hefur verið afkastamikill við tónsmíðar og kennslu í áratugi og lög hans heyrast á fleiri heimilum en marga grunar því hann er höfundur hinna vinsælu píanóbóka "Píanóleikur" sem hafa hjálpað mörgum byrjandanum yfir erfiðustu hjallana á upphafsárum píanónámsins. FTT óskar Björgvini innilega til hamingju með stórafmælið.